Innlent

Alþingi boðað til þingfundar í dag

Alþingi hefur verið boðað til þingfundar klukkan tíu, en samkvæmt starfsáætlun þingsins átti á fresta því á föstudag, fram yfir kosningar.

Fjörutíu og eitt mál eru á dagskrá fundarins, sem hefst á óundirbúnum fyrirspurnum. Næst verður tekin fyrir málamiðlunartillaga Árna Páls Árnasonar formanns Samfylkingarinnar í stjórnarskrármálinu.

Meðal annara mála má nefna lög um náttúruvernd, stjórn fiskveiða, stofnun hlutafélags um byggingu nýs Landsspítala við Hringbraut, lög um búfjárhald, tóbaksvarnir og uppbygging innviða vegna atvinnustarfssemi í landi Bakka við Húasvík, svo dæmi séu tekin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×