Enski boltinn

Lampard glaður að hafa komist í 200 marka klúbbinn

Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, náði þeim áfanga að skora sitt 200. mark fyrir Chelsea í gær. Hann sagði það hafa verið sérstaka tilfinningu.

Markið skoraði hann með góðum skalla gegn sínu gamla félaginu, West Ham.

"Þetta er sérstakt og ákveðnum áfanga náð hjá mér. Það er ánægjulegt að hafa náð honum og ekki skemmdi fyrir að markið var mikilvægt," sagði Lampard en Chelsea vann leikinn, 2-0.

"Ég hef verið svo lánsamur að geta spilað lengi með þessu félagi með frábærum leikmönnum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×