Enski boltinn

Vidic: Landsleikjahléið er frábært fyrir mig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nemanja Vidic grínast á æfingu með Manchester United.
Nemanja Vidic grínast á æfingu með Manchester United. Mynd/Nordic Photos/Getty
Nemanja Vidic, varnarmaður og fyrirliði Manchester United, er búinn að setja landsliðsskóna upp á hillu og segir að landsleikjahléið komi sér vel fyrir sig. Vidic ætlar að bæta formið sitt á meðan stór hluti leikmanna United-liðsins eru uppteknir með landsliðum sínum.

Nemanja Vidic hætti að gefa kost á sér í serbneska landsliðið þegar Serbum tókst ekki að komast á EM 2012. Hann verður 32 ára gamall í októbermánuði

Nemanja Vidic hefur verið mikið meiddur undanfarið ár en hefur verið að koma öflugur inn í lið Manchester United eftir áramótin. Liðið hefur haldið hreinu í fjórum síðustu deildarleikjum hans sem allir hafa unnist.

„Landsleikjahléið er frábært fyrir mig. Ég get unnið í mínum málum þessa tíu daga eins eins og hvað varðar líkamlegt form og tækni," sagði Nemanja Vidic við MUTV.

„Það er alltaf gott að fá nokkra daga fyrir sjálfan þig. Þegar liðið er að spila svona marga leiki eins og undanfarnar vikur snýst allt um að ná sér góðum fyrir næsta leik. Nú fær maður nokkra daga til að bæta sitt form," sagði Vidic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×