Enski boltinn

Benitez ánægður með stuðningsmennina

Stuðningsmennirnir voru ekkert sérlega kátir með Benitez í dag.
Stuðningsmennirnir voru ekkert sérlega kátir með Benitez í dag.
Rafa Benitez, stjóri Chelsea, kallaði eftir því fyrir leikinn gegn WBA að fólk skildi standa saman hjá Chelsea. Það virkaði ekki alveg því stuðningsmenn félagsins héldu áfram að mótmæla veru hans hjá félaginu.

Benitez var samt hress eftir 1-0 sigur og sagði að stuðningsmenn hefðu tekið vel á móti sér.

"Það var margt jákvætt í dag og móttökurnar sem ég fékk hjá stuðningsmönnunum voru nokkuð góðar. Ég vildi að allir myndu standa saman," sagði Benitez en það eru eflaust ekki allir sammála þessum orðum hans.

Hann vildi lítið tala um það sem hann lét hafa eftir sér í síðustu viku. Stjórinn vék sér frá spurningunum.

"Ég er sáttur. Við hefðum getað skorað fleiri mörk og það er synd að hafa ekki skorað fleiri mörk. Það mátti samt sjá í dag að stuðningsmennirnir stóðu á bak við liðið.

"Allir leikir sem á eftir að spila eru mikilvægir. Það verður gaman að sjá hvernig fer hjá Spurs og Arsenal á morgun."

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×