Enski boltinn

Man. Utd að ganga frá nýjum samningi við Rio

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er á fullu að ganga frá samningum við eldri leikmenn liðsins þessa dagana. Hann vonast nú til þess að Rio Ferdinand skrifi fljótlega undir nýjan samning.

Hinn 39 ára gamli Ryan Giggs skrifaði í gær undir nýjan eins árs samning og Ferguson trúir því að hinn 34 ára gamli Ferdinand geri slíkt hið sama.

"Það er mjög líklegt að hann skrifi fljótlega undir. Mér finnst hann hafa staðið sig frábærlega í vetur. Hann hefur hugsað vel um sjálfan sig og við höfum hjálpað honum með annan undirbúning," sagði Ferguson.

"Hann spilar ekki alla leiki rétt eins og Ryan. Þegar kemur að því að skila sínu í lykilleikjum þá hefur hann verið frábær. Hann var magnaður gegn Real Madrid og hann þarf að endurtaka leikinn í seinni leiknum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×