Enski boltinn

Aron Einar skoraði í tapleik

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mark Arons Einars Gunnarssonar gegn Middlesbrough dugði ekki til því Cardiff City varð aldrei þessu vant að sætta sig við tap, 2-1.

Sammy Ameobi og Kieron Dyer skoruðu fyrir Boro en Aron Einar minnkaði muninn rúmum 20 mínútum fyrir leikslok.

Aron lék allan leikinn og fékk þess utan gult spjald. Heiðar Helguson spilaði síðasta hálftímann fyrir Cardiff en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Þrátt fyrir tapið er Cardiff með fimm stiga forskot á toppi ensku B-deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×