Innlent

Allt á kafi á Dalvík

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. mynd/ einar eysteinsson.
"Það er gjörsamlega allt á kafi hérna," segir Kristján Árnasson hjá Björgunarsveitinni Dalvík. Óhætt er að segja að Kristján og félagar hans á Dalvík hafi staðið í ströngu í dag. Stórhríð er nú á Norðurlandi og ekkert ferðaveður.

Mikið fannfergi er nú í bænum að sögn Kristjáns. „Já, heldur betur. Við erum að fara á kaf aftur, snjórinn nær allt að fjórum metrum."

„Við höfum verið að frá því klukkan níu í morgun, fyrst og fremst að skutla fólki í og úr vinnu. Hið sama má segja um skólakrakkana."

Útlitið er ekki gott. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er gert ráð fyrir áframhaldandi vonskuveðri um landið norðanvert með tilheyrandi kófi og skafrenningi.

„Við gerum ráð fyrir að þetta ástand muni vara fram á morgun," segir Kristján og bætir við: „En við erum auðvitað vel mannaðar hérna á Dalvík."

Þetta blasti við þegar vefmyndavél á Dalvík var opnuð.MYND/DAVÍK



Fleiri fréttir

Sjá meira


×