Innlent

Peysu stolið frá Axeli Ó

Tilkynnt var um tvö innbrot í Vestmannaeyjum í síðustu viku en brotist var inn í verslunina Axel Ó og veitingastaðinn Lundann.

Innbrotin áttu sér stað að morgnu 2. mars síðastliðinn, á tímabilinu milli klukkan 5 til 7 að morgni til. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki, að sögn lögreglu en talið er líklegt að um sama eða sömu aðila sé að ræða.

Einni peysu var stolið úr versluninni Axel Ó en einhverju af áfengi úr Lundanum.

Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um atvikin eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×