Fótbolti

Nú eru Kínverjar búnir að krækja í Beckham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham
David Beckham Mynd/Nordic Photos/Getty
David Beckham hefur tekið af sér að vera sendiherra fyrir kínverska fótboltann til þess að hjálpa að byggja upp ímynd knattspyrnunnar í landinu. Beckham mun sameinaða starfið með því að spila fyrir franska liðið Paris St-Germain.

Kínverski fótboltinn hefur ekki verið að auglýsa sig vel að undanförnu, Didier Drogba og Nicolas Anelka hættu skyndilega með sínu liði Shanghai Shenhua og margir leikmenn voru dæmdir sekir fyrir að hagræða úrslitum í leikjum.

„Það er mikill heiður fyrir mig að fá svona mikilvægt hlutverk á þessum sérstaka tíma í kínverskum fótbolta," er haft eftir David Beckham í yfirlýsingu. Beckham mun mæta á leiki í Kína og heimsækja félög til að vekja áhuga kínverskra barna á íþróttinni.

„Ég er spenntur fyrir að kynna besta leik í heimi fyrir kínversku íþróttaáhugafólki og ég hef þegar orðið var við aukinn áhuga. Þetta er frábær íþrótt sem virkjar fólk og sameinar fjölskyldur," sagði Beckham ennfremur í yfirlýsingunni.

David Beckham var síðast í hlutverki sendiherra í tengslum við Ólympíuleikana í London en hann er eitt allra þekktasta nafnið í íþróttaheiminum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×