Argentínumaðurinn Carlos Tevez, leikmaður Man. City, er ekkert í sérstökum málum eftir að hafa verið handtekinn undir stýri.
Ástæðan fyrir handtökunni er sú að Tevez er ekki með bílpróf. Hann missti það um miðjan janúar í hálft ár. Það var fyrir of hraðan akstur.
Tevez er ekki lengur í haldi lögreglu. Hann mun líklega missa ökuskírteinið næstu árin og ofan á það kemur líklega há sekt.

