Aron Gunnar Einarsson og Heiðar Helguson komu báðir við sögu í 1-2 sigri Cardiff gegn Wolves í 1. deildinni á Englandi. Aron Gunnar lék allan leikinn hjá Cardiff og Heiðar kom inn á sem varamaður þegar skammt var eftir af leiknum. Björn Bergmann Sigurðarson lék allan leikinn hjá Wolves.
Fraizer Campbell var hetja Cardiff í leiknum en hann skoraði bæði mörk leiksins. Heiðar kom inn á sem varamaður í hans stað á 82. mínútu. Bakary Sako minnkaði muninn fyrir Wolves á 70. mínútu. Aron Einar átti stóran þátt í fyrra markinu en markið kom úr löngu uppkasti Akureyringsins.
Með sigrinum fór Cardiff upp í 70 stig í ensku 1. deildinni og er með 8 stiga forystu í efsta sæti. Watford og Hull koma jöfn þar á eftir með 62 stig. Wolves er í slæmri stöðu en liðið er í 22. sæti og í harðri fallbaráttu.
Cardiff með átta stiga forystu

Mest lesið


Þessir þurfa að heilla Amorim
Enski boltinn


„Lélegasti leikurinn okkar í sumar“
Íslenski boltinn



Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson
Enski boltinn


Ísland mátti þola stórt tap
Körfubolti

Stórt tap á Ítalíu
Körfubolti