Enski boltinn

Ferguson vill halda Nani

Nani kláraði bikarleikinn gegn Reading um daginn og fagnar hér marki sínu í þeim leik.
Nani kláraði bikarleikinn gegn Reading um daginn og fagnar hér marki sínu í þeim leik.
Portúgalinn Nani hefur mátt sætta sig við mikla bekkjarsetu hjá Man. Utd í vetur og eru margir á því að hann muni yfirgefa félagið í sumar.

Stjóri liðsins, Sir Alex Ferguson, segist vilja halda Portúgalanum en segir að hann fái ekki fast sæti í liðinu nema hann vinni sér það inn.

"Það er ekki spurning að ég vil halda honum. Það eru fáir betri í heiminum að vinna leiki. Hann hefur skorað ótrúleg mörk og kann að stíga upp á réttum tíma," sagði Ferguson.

Nani á átján mánuði eftir af samningi sínum við félagið og United verður að selja næsta sumar ef hann verður ekki búinn að skrifa undir nýjan samning.

Samningaviðræður United og Nani hafa verið í gangi í talsverðan tíma en hafa ekki skilað neinu hingað til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×