Enski boltinn

Laudrup: Spiluðum frábærlega

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Michael Laudrup, knattspyrnustjóri Swansea, er mjög stoltur af sínu liði sem varð deildarbikarmeistari í dag. Liðið lagði Bradford 5-0.

„Ég er mjög stoltur. Að spila líkt og við gerðum í dag á móti Bradford, sem hafði lagt Arsenal og Aston Villa, er frábært. Við urðum að hreyfa boltann hratt og ná að skora fyrsta markið. Við gerðum það. Við spiluðum frábærlega," sagði Laudrup.

Með sigrinum hefur Swansea tryggt sér sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Þetta er fyrsti stóri titilinn sem Swansea vinnur. „Þetta er ein af mínum bestu stundum sem þjálfari. Að vinna bikar í fyrsta sinn í 100 ára sögu félags. Þetta er mjög sérstök stund og á næsta ári verðum við í Evrópukeppni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×