Enski boltinn

Lampard skrifar barnabækur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Frank Lampard hefur skrifað undir samning við bókaútgefanda í Bretlandi um að skrifa barnabækur um knattspyrnu.

Bækurnar verða gefnar út í bókaflokki sem mun bera nafnið Frankie's Magic Football eða Töfrafótbolti Frankie. Markhópurinn er börn fimm ára og eldri.

Bókaútgefandinn Little Brown segir að í bókunum verði fylgst með skóladrengnum Frankie og vinum hans, sem og hundinum Max.

„Ég fékk fyrst hugmyndina að Frankie og töfrafótboltanum þegar ég var að lesa sögur fyrir mín eigin börn," sagði Lampard. „Íþróttir og lestur skipa mikilvægan sess á heimili okkar og því ákvað ég að skapa mínar eigin fótboltasögur og ævintýri."

„Sögupersónurnar eru lauslega byggðar á mínum vinum og liðsfélögum sem ég hef spilað með í gegnum tíðina."

Fyrsta bókin, Frankie Versus The Pirate Pillagers, mun koma út í júní. Tvær í viðbótar líta dagsins ljós áður en árið er liðið og svo er áætlað að gefa út tvær til viðbótar á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×