Enski boltinn

Tiote handtekinn og bíll hans gerður upptækur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Cheick Tiote, leikmaður Newcastle, var í gær handtekinn vegna gruns um fjársvik. Þá var bíll hans einnig gerður upptækur.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum munu fjársvikin að einhverju leyti tengjast umferðarlagabrotum. Bílinn sem var gerður upptækur er að tegundinni Chevy Camaro og kostar nýr um 75 þúsund pund, eða um fimmtán milljónir króna.

Tiote var stöðvaður af lögreglu í gær nærri æfingasvæði Newcastle. Gera má ráð fyrir að honum hafi verið sleppt en að hann muni þurfa koma fyrir dómara á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×