Enski boltinn

Laudrup til í nýjan samning við Swansea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Laudrup.
Michael Laudrup. Mynd/Nordic Photos/Getty
Daninn Michael Laudrup hefur gert frábæra hluti með lið Swansea á sínu fyrsta tímabili með velska liðið og nú lítur út fyrir að Laudrup ætli að framlengja samning sinn við Swansea-liðið.

Hinn 48 ára gamli Laudrup tók við starfi Brendan Rodgers í júní og það er nú afar líklegt að hann framlengi samning sinn um tólf mánuði samkvæmt fréttum í enskum fjölmiðlum.

Swansea er komið í úrslitaleikinn í enska deildarbikarnum og liðið er einnig í efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar. Rodgers náði flottum árangri á fyrsta tímabili liðsins í úrvalsdeildinni en liðið hefur stigið eitt skref lengra síðan að Laudrup tók við.

Viðræður Michael Laudrup og Swansea hefjas væntanlega á næstu dögum en svo er að sjá hvað gerist ef stærra félag bankar á dyrnar hjá Dananum. Hann sjálfur segir að það sé stefna hans að halda áfram sem stjóri Swansea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×