Enski boltinn

Villas-Boas: Ótrúlegar spyrnur hjá Bale

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Bale.
Gareth Bale. Mynd/Nordic Photos/Getty
Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Tottenham, hrósaði Gareth Bale að sjálfsögðu mikið eftir 2-1 sigur Tottenham á Lyon í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Bale skoraði bæði mörk leiksins beint út aukaspyrnu þar á meðal sigurmarkið í uppbótartíma.

„Þetta er ótrúlegt. Ekki bara hvernig hann er að spila inn á vellinum heldur einnig hæfileikar hans til þess að taka þessar aukaspyrnur," sagði Andre Villas-Boas.

„Boltinn er að auka hraðann allan tímann og hann breytir mjög auðveldlega um stefnu. Við sáum reyndar þrenns konar snilld í kvöld því markið þeirra var einnig frábært," sagði Villas-Boas.

„Það voru samt snilldartilþrifin hans Bale sem gerðu útslagið fyrir okkur í þessum leik," sagði Villas-Boas og hann játti því þegar hann var spurður hvort að hægt væri hægt að væri að setja hann í sama klassa og Cristiano Ronaldo. „Já hann er að gera mjög flotta hluti upp á sitt einsdæmi og hann er að skora mörg mörk fyrir sitt lið," sagði Villas-Boas.

Gareth Bale hefur nú skoraði fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum og þrjú þeirra hafa komið úr hinum mögnuðu aukaspyrnum hans.

„Við höfum séð hann skorað þrjú svona mörk í síðustu tveimur leikjum og það er núna alltaf mikil eftirvænting þegar við fáum aukaspyrnu á hættulegum stað. Það getur allt gerst og miklar líkur á marki," sagði Villas-Boas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×