Enski boltinn

Blackburn henti Arsenal útúr bikarnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/AFP
Blackburn Rovers gerði sér lítið fyrir og sló úrvalsdeildarfélagið Arsenal út úr ensku bikarkeppninni og eru því komnir í 8-liða úrslitin.

Leikurinn fór fram á Emirates-vellinum í London en það var Colin Kazim-Richards sem skoraði eina mark leiksins eftir að hafa náð frákasti sem Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, sló útí teiginn.

Frábær sigur hjá Rovers en þeir féllu úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×