Enski boltinn

Liverpool niðurlægði Swansea 5-0

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Liverpool valtaði yfir Swansea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en liðið vann leikinn 5-0 á Anfield. Steven Gerrard skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu, tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiksins.

Coutinho kom síðan Liverpool í 2-0 þegar aðeins tuttugu sekúndur voru liðnar af síðari hálfleiknum. Liverpool var allt í öllu á vellinum og Swansea náði varla að snerta boltann í leiknum.

Þvílíkir yfirburðir en Laudrup, stjóri Swansea, hvíldi marga leikmenn fyrir úrslitaleikinn í deildarbikarnum um næstu helgi. José Enrique skoraði síðan þriðja mark heimamanna fjórum mínútum síðar og það var síðan Luis Suárez sem skoraði fjórða mark Liverpool á 56. mínútu.

Þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum skoraði síðan Daniel Sturridge fimmta mark Liverpool í leiknum úr vítaspyrnu.

Liverpool er eftir leikinn í sjöunda sæti með 39 stig, þremur stigum á eftir Everton. Swansea er í því áttunda með 37 stig.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×