Enski boltinn

Joe Allen sér ekki eftir neinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Joe Allen
Joe Allen Mynd. / Getty Images
Knattspyrnumaðurinn Joe Allen, leikmaður Liverpool, sér ekki eftir því að hafa yfirgefið Swansea í sumar og gegnið í raðir Liverpool.

Allen fylgdi Brendan Rogers, knattspyrnustjóra Liverpool, frá Swansea í sumar en báðir voru þeir á mála hjá Swansea. Liverpool greiddi um 15 milljónir punda fyrir leikmanninn.

„Ég er ekki öfundsjúkur út í gengi Swansea á tímabilinu," sagði Allen við blaðamenn ytra.

Swansea mætir Bradford City í úrslitaleiknum í enska deildarbikarnum um næstu helgi.

„Ég fór frá félagi síðasta sumar sem ég dýrka, en þá lokaði ég þeim kafla í lífi mínu og vill halda áfram. Ég vill búa til nýjar minningar hjá Liverpool og bæta mig sem knattspyrnumann."

„Swansea mun leika til úrslita næstu helgi og ég samgleðst þeim en ég vona að ég fái nokkur slík tækifæri hjá Liverpool."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×