Enski boltinn

Wenger: Tapið gegn Blackburn áfall fyrir liðið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, viðurkenndi í gær við blaðamenn að það væri gríðarleg vonbrigði að vera fallnir út í ensku bikarkeppninni en liðið tapaði fyrir Blackburn Rovers í gær 1-0.

Vonir Arsenal að vinna titil á tímabilinu er að verða að engu þar sem liðið mun án efa ekki vinna ensku úrvalsdeildina og þá er bara Meistaradeild Evrópu eftir. Liðið er ekki talið sigurstranglegt þar.

„Þetta svíður gríðarlega og þá sérstaklega þetta tap í gær," sagði Arsene Wenger.

„Við vorum einfaldlega ekki nægilega góðir í dag, þetta er ekki flóknara. Það er aldrei ásættanlegt að tapa leik, við erum í þessu til að vinna alla leik."

„Við verðum að einbeita okkur að næsta leik sem er á þriðjudaginn í Meistaradeild Evrópu, við erum ennþá inn í þeirri keppni."

„Ég skil vel að áhorfendur hafi baulað á okkur í leiknum, það er skiljanlegt þar sem liðið tapaði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×