Enski boltinn

Paul Ince mun taka við Blackpool í vikunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Paul Ince
Paul Ince Mynd / Getty Images
Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun Paul Ince taka við sem knattspyrnustjóri Blackpool snemma í næstu viku.

Eins og staðan er hefur Steve Thompson verið að stjórna liðinu að undanförnu til bráðabirgðar.

„Það verður blaðamannfundur á mánudaginn og þá verður nýr stjóri tilkynntur, það mun vera Paul Ince," sagði Steve Thompson í viðtali við enska blaðamenn eftir ósigur liðsins gegn Ipswich um helgina.

Paul Ince hefur ekki stjórnað liðið í að vera tvö ár núna en síðast var hann knattspyrnustjóri Notts County árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×