Enski boltinn

Moyes: Virkilega ósáttur með jöfnunarmarkið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / Getty Images
David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, var afar ósáttur með jöfnunarmark Oldham þegar liðin skildu jöfn, 2-2, í 16-liða úrslitum enska bikarsins í gær.

Matt Smith, leikmaður Oldham, jafnaði metin með síðustu snertingu leiksins þegar hann skallaði boltann í netið eftir mikinn darraðardans inn í vítateig Everton.

„Markvörðurinn þeirra kom í sóknina og hoppaði með hendur upp í loft. Mér finnst það vera brot þó hann hafi ekki komið við boltann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×