Enski boltinn

Rodgers: Borini verður frá út tímabilið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rodgers og Borini á æfingu hjá Liverpool
Rodgers og Borini á æfingu hjá Liverpool Mynd / Getty Images
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, var virkilega sáttur með sitt lið eftir frábæran sigur á Swansea 5-0 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

„Við lékum einstaklega vel í dag og hugafar leikmanna var til fyrirmyndar. Það var einnig gríðarlega mikilvægt að halda markinu hreinu."

„Þrátt fyrir að Swansea stillti ekki upp sínu sterkasta liði er þetta frábær sigur fyrir okkur. Leikmennirnir léku allir vel og við getum svo sannarlega byggt á þessum sigri."

Fabio Borini meiddist á öxl undir lok leiksins og fór strax útaf þrátt fyrir að Liverpool hafði klárað allar sínar skiptingar.

„Það lítur allt út fyrir það að Borini hafi farið úr axlarlið og þá verður hann frá út tímabilið. Það er gríðarlegt áfall fyrir okkur."

Fabio Borini var frá vegna meiðsla frá október fram í janúar og var nýkomin til baka þegar hann meiddist á ný í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×