Enski boltinn

Hafði á tilfinningunni að Nani myndi vinna leikinn fyrir okkur

Fergie var létt eftir leik.
Fergie var létt eftir leik.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var að vonum ánægður með sigur sinna manna á Reading í bikarnum í kvöld. Kallinn virkaði stressaður á hliðarlínunni og leit oft á klukku sína. Hann vildi augljóslega ekki annan leik.

"Þetta var virkilega góður bikarleikur. Þeir settu pressu á okkur eftir að þeir minnkuðu muninn. Við spiluðum samt frábæran fótbolta og hefðum getað skorað fullt af mörkum í þessum leik," sagði Ferguson.

"Ég er sáttur við gæðin í okkar leik. Við hefðum samt átt að refsa þeim meira. Maður er aldrei rólegur í stöðunni 2-0," sagði Skotinn og hrósaði síðan Nani sem átti frábæra innkomu.

"Nani átti skilið að vera valinn maður leiksins. Hans framlag var frábært. Ég hafði á tilfinningunni að hann myndi vinna leikinn fyrir okkur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×