Enski boltinn

Sautján ára leikmaður Sunderland féll á lyfjaprófi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni.
Úr leik með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni. Nordic Photos / Getty Images
Lewis Gibbons, sautján ára leikmaður unglingaliðs Sunderland, hefur verið dæmdur í tveggja ára keppnisbann fyrir að falla á lyfjaprófi.

Gibbons var tekinn í lyfjapróf eftir viðureign U-18 liða Sunderland og Aston Villa í haust. Niðurstaðan var sú að Gibbons hafði neytt bæði kókaíns og kannabisefna.

Sunderland rifti samningi sínum við Gibbons umsvifalaust. Leikmaðurinn kærði riftunina en dró kæruna nýlega til baka. Niðurstaða enska sambandsins er nú endanleg.

Forráðamenn Sunderland lýstu yfir vonbrigðum sínum með að svo ungur leikmaður hafi orðið uppvís að eiturlyfjaneyslu. Félagið hefur þó veitt honum stuðning þrátt fyrir að samningi hans hafi verið sagt upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×