Enski boltinn

Van Persie afar hamingjusamur á Old Trafford

Hollendingurinn Robin van Persie er himinlifandi með skiptin frá Arsenal yfir til Man. Utd og segir að það hafi gert hann að betri leikmanni að fara til Man. Utd.

Man. Utd greiddi 24,5 milljónir punda fyrir hann síðasta sumar og hann er þegar búinn að borga til baka með 22 mörkum og þar af mörgum sigurmörkum.

"Ég er að læra nýja hluti á hverjum einasta degi og er meðvitaðri um litlu hlutina sem geta gert mig betri. Ég fer blístrandi kátur á allar æfingar," sagði Van Persie.

"Frá fyrsta degi hefur mér liðið vel. Strákarnir tóku gríðarlega vel á móti mér. Ég er líka að komast í betra form. Spilaði á miðvikudegi og laugardegi og blés ekki úr nös."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×