Enski boltinn

Rodgers mærir Carragher

Rodgers segir Carragher til.
Rodgers segir Carragher til.
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, efast ekki um að varnarmaðurinn Jamie Carragher eigi eftir að gefa félaginu mikið eftir að hann leggur skóna á hilluna. Carragher hefur gefið það út að skórnir séu á leið upp í hilluna næsta sumar eftir 16 ára feril með félaginu.

Þessi 35 ára gamli varnarmaður hefur verið fastamaður í liðinu síðan Brendan Rodgers tók við liðinu og staðið sig vel.

"Jamie hefur staðið sig stórkostlega síðan ég tók við. Hann hefur verið algjörlega til fyrirmyndar innan vallar sem utan," sagði Rodgers.

"Það er enn mikið eftir af þessu tímabili því við ætlum okkur að klifra töfluna fram í maí. Við ætlum líka að reyna að vinna Evrópudeildina.

"Carragher verður í lykilhlutverki hjá okkur alla þessa leiktíð og ég veit að hann mun halda áfram að gefa til félagsins er hann hættir.

"Þegar tíminn er réttur mun félagið heiðra þennan mann á þann hátt sem hann á skilið. Stuðningsmenn munu vilja þakka fyrir allt það sem hann hefur gefið félaginu á löngum ferli."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×