Enski boltinn

Pardew óttast ekki að fá sparkið

Eftir að Alan Pardew skrifaði undir átta ára samning við Newcastle hefur hvorki gengið né rekið hjá félaginu. Hann eðlilega segist samt ekki hafa óttast að vera rekinn.

Newcastle hefur verið að basla í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar í vetur og er aðeins sex stigum frá fallsæti.

"Það er sjaldgæft þegar svona illa gengur að fá þau skilaboð að ofan að staða mín væri ekki í hættu. Ég hef reynt af bestu getu að endurgjalda þetta traust. Síðustu tveir leikir hafa verið góðir og við þurfum að byggja ofan á það," sagði Pardew en sú staðreynd að það er líklega mjög dýrt að reka hann gæti spilað þar inn í.

"Við höfum ekki verið nógu góðir og vitum það vel. Við teljum okkur samt vera komna með nógu gott lið til þess að geta farið að klifra upp töfluna á nýjan leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×