Enski boltinn

Aguero hrósar Mancini

Það búast margir við því að Roberto Mancini verði látinn fara frá Man. City í sumar. City er níu stigum á eftir Man. utd í ensku úrvalsdeildinni og komst ekki upp úr riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Argentínumaðurinn Sergio Aguero er afar ánægður með störf Mancini og vonast til þess að halda honum áfram í Manchester.

"Roberto er gríðarlega duglegur stjóri sem hefur unnið stóra titla. Fólk má ekki gera lítið úr því," sagði Aguero.

"Okkar samband er mjög gott. Við tölum mikið saman á æfingum og hann er alltaf að kenna mér. Ég gæti ekki verið ánægðari með hann."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×