Enski boltinn

Má ekki ofgera Wilshere

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ekki ánægður með Rody Hodgson landsliðsþjálfara en hann lét Jack Wilshere spila allan leik Englendinga og Brasilíumanna á Wembley.

Wenger hefur mikla trú á lærisveini sínum og spáir því að hann verði einn besti miðjumaður Evrópu í náinni framtíð.

Strákurinn er aftur tiltölulega nýkominn til baka eftir erfið meiðsli og Wenger segir að passa verði upp á drenginn sem er aðeins 21 árs.

"Ég átti aldrei von á því að hann myndi spila allan leikinn en hann er það góður að þjálfarinn notaði hann í 90 mínútur. Það þarf samt að stýra álaginu hjá honum," sagði Wenger.

"Þetta snýst ekki bara um líkamlega þáttinn heldur líka þann andlega. Hann verður að passa vel upp á að brenna ekki upp."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×