Enski boltinn

Klaufabárðarnir í City að kasta frá sér titlinum

Man. City er að missa af lestinni í baráttunni um enska meistaratitilinn. Liðið varð af gríðarlega mikilvægum stigum í kvöld er það tapaði óvænt, 3-1, gegn Southampton. Leikmenn City voru einstakir klaufar í leiknum í kvöld.

Fyrsta mark leiksins kom eftir slæm mistök Gareth Barry. Hann tapaði boltanum á slæmum stað. Southampton brunaði upp og eftir smá atgang kom Puncheon boltanum í netið.

Annað mark skrifast á Joe Hart. Hann varði skot í teignum en missti hann í gegnum klofið. Davis nýtti sér mistökin til fullnustu og potaði boltanum í netið.

Man. City náði að minnka muninn fyrir hlé. Liðið komst í skyndisókn sem endaði með því að Dzeko skilaði boltanum í netið eftir sendingu Zabaleta. Smekklega gert.

Southampton hefði getað fengið víti undir lok fyrri hálfleiks er Yaya Toure braut af sér í teignum en Martin Atkinson dæmdi ekkert.

Mistökum City í leiknum var ekki lokið. Gareth Barry var sérstaklega illa fyrirkallaður og hann skoraði ótrúlegt sjálfsmark í upphafi síðari hálfleiks.

Stóð einn í miðjum teig með nægan tíma. Sending kom fyrir og Barry ákvað að senda boltann í eigið mark. Algjörlega ótrúlegt.

City náði aldrei að vakna til lífsins eftir þetta og er enn níu stigum á eftir toppliði Man. Utd og er búið að leika einum leik meira.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×