Íslenskar vinkonur halda úti fjölbreyttu lífstílsbloggi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. janúar 2013 09:30 Vinkonurnar Edda Ingadóttir, Jóhanna Edwald, Rakel Matthea Dofradóttir og Rebekka Rut Gunnarsdóttir halda úti bloggsíðunni venividivisa.net. Þar blogga þær um tísku, hönnun og förðun ásamt því að setja reglulega inn svokölluð DIY (Do It Yourself) verkefni, þar sem þær búa sjálfar til hina ýmsu hluti og taka myndir af ferlinu. Þetta skemmtilega blogg vakti athygli Lífsins og við höfðum samband við stelpurnar.Eitt af DIY verkefnum stelpnanna, gallajakki með göddum.Hvers vegna ákváðuð þið að stofna bloggið? Hugmyndin kom upp síðasta vor og mánuði seinna opnuðum við síðuna. Það rann upp fyrir okkur að við værum alltaf að skoða allskyns hluti á netinu sem margir hafa áhuga á en vita kannski ekki hvar þeir eiga að finna. Við hugsuðum með okkur að við myndum hafa gaman að því að blogga um þessa hluti í stað þess að halda þeim bara útaf fyrir okkur, og aðrir gætu haft gaman að því að fylgjast með. Við ákváðum að gera þetta allar saman til að hafa síðuna sem virkasta þannig að fólk sjái alltaf eitthvað nýtt þar.Allar hafa vinkonurnar mikinn áhuga á förðun. Þetta er eitt verkefnanna sem þær hafa tekið að sér í gegnum bloggið.Hvernig mynduð þið lýsa Venividivisa? Á Vendividivisa er að finna allt á milli himins og jarðar, en við leggjum sérstaka áherslu á förðun, tísku, innanhússhönnun og matreiðslu. Við viljum að fólk fái hugmyndir af einhverju sem er skemmtilegt að gera, hvort sem það er DIY, matreiðsla heima eða staðir sem vert er að heimsækja í Reykjavík og víðar. Í uppáhaldi hjá okkur eru þó umfjallanir sem við skrifum um eitthvað spennandi sem fólk er að gera, t.d. hanna hluti eða jafnvel opna veitingastað eða verslun. Svo höfum við allar mikinn áhuga á snyrtivörum svo það kemur sterkt inn. Við tökum allar að okkur farðanir í gegnum bloggið.Hvernig kom það til að þið fóruð að fást við DIY verkefnin? Hvaðan koma þessar sniðugu hugmyndir? Það gerðist alveg óvart strax í byrjun. Hugmyndirnar fáum við þegar okkur t.d. langar í eitthvað sem er erfitt eða of dýrt að eignast og búum það þá bara til sjálfar. Það eru mjög mikið af DIY verkefnum hér og þar á netinu og ef við rekumst á eitthvað sem okkur lýst á reynum við að gera okkar eigin útgáfu af því. DIY bloggin fá alltaf virkilega góð viðbrögð svo við gerum okkar besta til að birta allt slíkt sem við gerum.Falleg armbönd sem stelpurnar gerðu með DIY aðferð.Er eitthvað spennandi á döfinni? Já heldur betur! Við erum að vinna að umfjöllunum um spennandi hluti og fólk ásamt því að vera að undirbúa öðruvísi efni sem ekki hefur sést áður á síðunni. Planið er svo að fara og kíkja í fataskápa hjá vel klæddum Íslendingum og leyfa lesendum að njóta. Svo erum við líka með langan DIY hugmyndalista sem við getum ekki beðið eftir að framkvæma. Það verður eitthvað nýtt á hverjum degi!Fyrir áhugasama eru stelpurnar mjög virkar á samskiptamiðlunum: Venividivisa á Facebook Venividivida á Twitter instagram: @venividivisablog Venividivisa á Pinterest Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Vinkonurnar Edda Ingadóttir, Jóhanna Edwald, Rakel Matthea Dofradóttir og Rebekka Rut Gunnarsdóttir halda úti bloggsíðunni venividivisa.net. Þar blogga þær um tísku, hönnun og förðun ásamt því að setja reglulega inn svokölluð DIY (Do It Yourself) verkefni, þar sem þær búa sjálfar til hina ýmsu hluti og taka myndir af ferlinu. Þetta skemmtilega blogg vakti athygli Lífsins og við höfðum samband við stelpurnar.Eitt af DIY verkefnum stelpnanna, gallajakki með göddum.Hvers vegna ákváðuð þið að stofna bloggið? Hugmyndin kom upp síðasta vor og mánuði seinna opnuðum við síðuna. Það rann upp fyrir okkur að við værum alltaf að skoða allskyns hluti á netinu sem margir hafa áhuga á en vita kannski ekki hvar þeir eiga að finna. Við hugsuðum með okkur að við myndum hafa gaman að því að blogga um þessa hluti í stað þess að halda þeim bara útaf fyrir okkur, og aðrir gætu haft gaman að því að fylgjast með. Við ákváðum að gera þetta allar saman til að hafa síðuna sem virkasta þannig að fólk sjái alltaf eitthvað nýtt þar.Allar hafa vinkonurnar mikinn áhuga á förðun. Þetta er eitt verkefnanna sem þær hafa tekið að sér í gegnum bloggið.Hvernig mynduð þið lýsa Venividivisa? Á Vendividivisa er að finna allt á milli himins og jarðar, en við leggjum sérstaka áherslu á förðun, tísku, innanhússhönnun og matreiðslu. Við viljum að fólk fái hugmyndir af einhverju sem er skemmtilegt að gera, hvort sem það er DIY, matreiðsla heima eða staðir sem vert er að heimsækja í Reykjavík og víðar. Í uppáhaldi hjá okkur eru þó umfjallanir sem við skrifum um eitthvað spennandi sem fólk er að gera, t.d. hanna hluti eða jafnvel opna veitingastað eða verslun. Svo höfum við allar mikinn áhuga á snyrtivörum svo það kemur sterkt inn. Við tökum allar að okkur farðanir í gegnum bloggið.Hvernig kom það til að þið fóruð að fást við DIY verkefnin? Hvaðan koma þessar sniðugu hugmyndir? Það gerðist alveg óvart strax í byrjun. Hugmyndirnar fáum við þegar okkur t.d. langar í eitthvað sem er erfitt eða of dýrt að eignast og búum það þá bara til sjálfar. Það eru mjög mikið af DIY verkefnum hér og þar á netinu og ef við rekumst á eitthvað sem okkur lýst á reynum við að gera okkar eigin útgáfu af því. DIY bloggin fá alltaf virkilega góð viðbrögð svo við gerum okkar besta til að birta allt slíkt sem við gerum.Falleg armbönd sem stelpurnar gerðu með DIY aðferð.Er eitthvað spennandi á döfinni? Já heldur betur! Við erum að vinna að umfjöllunum um spennandi hluti og fólk ásamt því að vera að undirbúa öðruvísi efni sem ekki hefur sést áður á síðunni. Planið er svo að fara og kíkja í fataskápa hjá vel klæddum Íslendingum og leyfa lesendum að njóta. Svo erum við líka með langan DIY hugmyndalista sem við getum ekki beðið eftir að framkvæma. Það verður eitthvað nýtt á hverjum degi!Fyrir áhugasama eru stelpurnar mjög virkar á samskiptamiðlunum: Venividivisa á Facebook Venividivida á Twitter instagram: @venividivisablog Venividivisa á Pinterest
Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira