Íslenskar vinkonur halda úti fjölbreyttu lífstílsbloggi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. janúar 2013 09:30 Vinkonurnar Edda Ingadóttir, Jóhanna Edwald, Rakel Matthea Dofradóttir og Rebekka Rut Gunnarsdóttir halda úti bloggsíðunni venividivisa.net. Þar blogga þær um tísku, hönnun og förðun ásamt því að setja reglulega inn svokölluð DIY (Do It Yourself) verkefni, þar sem þær búa sjálfar til hina ýmsu hluti og taka myndir af ferlinu. Þetta skemmtilega blogg vakti athygli Lífsins og við höfðum samband við stelpurnar.Eitt af DIY verkefnum stelpnanna, gallajakki með göddum.Hvers vegna ákváðuð þið að stofna bloggið? Hugmyndin kom upp síðasta vor og mánuði seinna opnuðum við síðuna. Það rann upp fyrir okkur að við værum alltaf að skoða allskyns hluti á netinu sem margir hafa áhuga á en vita kannski ekki hvar þeir eiga að finna. Við hugsuðum með okkur að við myndum hafa gaman að því að blogga um þessa hluti í stað þess að halda þeim bara útaf fyrir okkur, og aðrir gætu haft gaman að því að fylgjast með. Við ákváðum að gera þetta allar saman til að hafa síðuna sem virkasta þannig að fólk sjái alltaf eitthvað nýtt þar.Allar hafa vinkonurnar mikinn áhuga á förðun. Þetta er eitt verkefnanna sem þær hafa tekið að sér í gegnum bloggið.Hvernig mynduð þið lýsa Venividivisa? Á Vendividivisa er að finna allt á milli himins og jarðar, en við leggjum sérstaka áherslu á förðun, tísku, innanhússhönnun og matreiðslu. Við viljum að fólk fái hugmyndir af einhverju sem er skemmtilegt að gera, hvort sem það er DIY, matreiðsla heima eða staðir sem vert er að heimsækja í Reykjavík og víðar. Í uppáhaldi hjá okkur eru þó umfjallanir sem við skrifum um eitthvað spennandi sem fólk er að gera, t.d. hanna hluti eða jafnvel opna veitingastað eða verslun. Svo höfum við allar mikinn áhuga á snyrtivörum svo það kemur sterkt inn. Við tökum allar að okkur farðanir í gegnum bloggið.Hvernig kom það til að þið fóruð að fást við DIY verkefnin? Hvaðan koma þessar sniðugu hugmyndir? Það gerðist alveg óvart strax í byrjun. Hugmyndirnar fáum við þegar okkur t.d. langar í eitthvað sem er erfitt eða of dýrt að eignast og búum það þá bara til sjálfar. Það eru mjög mikið af DIY verkefnum hér og þar á netinu og ef við rekumst á eitthvað sem okkur lýst á reynum við að gera okkar eigin útgáfu af því. DIY bloggin fá alltaf virkilega góð viðbrögð svo við gerum okkar besta til að birta allt slíkt sem við gerum.Falleg armbönd sem stelpurnar gerðu með DIY aðferð.Er eitthvað spennandi á döfinni? Já heldur betur! Við erum að vinna að umfjöllunum um spennandi hluti og fólk ásamt því að vera að undirbúa öðruvísi efni sem ekki hefur sést áður á síðunni. Planið er svo að fara og kíkja í fataskápa hjá vel klæddum Íslendingum og leyfa lesendum að njóta. Svo erum við líka með langan DIY hugmyndalista sem við getum ekki beðið eftir að framkvæma. Það verður eitthvað nýtt á hverjum degi!Fyrir áhugasama eru stelpurnar mjög virkar á samskiptamiðlunum: Venividivisa á Facebook Venividivida á Twitter instagram: @venividivisablog Venividivisa á Pinterest Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Vinkonurnar Edda Ingadóttir, Jóhanna Edwald, Rakel Matthea Dofradóttir og Rebekka Rut Gunnarsdóttir halda úti bloggsíðunni venividivisa.net. Þar blogga þær um tísku, hönnun og förðun ásamt því að setja reglulega inn svokölluð DIY (Do It Yourself) verkefni, þar sem þær búa sjálfar til hina ýmsu hluti og taka myndir af ferlinu. Þetta skemmtilega blogg vakti athygli Lífsins og við höfðum samband við stelpurnar.Eitt af DIY verkefnum stelpnanna, gallajakki með göddum.Hvers vegna ákváðuð þið að stofna bloggið? Hugmyndin kom upp síðasta vor og mánuði seinna opnuðum við síðuna. Það rann upp fyrir okkur að við værum alltaf að skoða allskyns hluti á netinu sem margir hafa áhuga á en vita kannski ekki hvar þeir eiga að finna. Við hugsuðum með okkur að við myndum hafa gaman að því að blogga um þessa hluti í stað þess að halda þeim bara útaf fyrir okkur, og aðrir gætu haft gaman að því að fylgjast með. Við ákváðum að gera þetta allar saman til að hafa síðuna sem virkasta þannig að fólk sjái alltaf eitthvað nýtt þar.Allar hafa vinkonurnar mikinn áhuga á förðun. Þetta er eitt verkefnanna sem þær hafa tekið að sér í gegnum bloggið.Hvernig mynduð þið lýsa Venividivisa? Á Vendividivisa er að finna allt á milli himins og jarðar, en við leggjum sérstaka áherslu á förðun, tísku, innanhússhönnun og matreiðslu. Við viljum að fólk fái hugmyndir af einhverju sem er skemmtilegt að gera, hvort sem það er DIY, matreiðsla heima eða staðir sem vert er að heimsækja í Reykjavík og víðar. Í uppáhaldi hjá okkur eru þó umfjallanir sem við skrifum um eitthvað spennandi sem fólk er að gera, t.d. hanna hluti eða jafnvel opna veitingastað eða verslun. Svo höfum við allar mikinn áhuga á snyrtivörum svo það kemur sterkt inn. Við tökum allar að okkur farðanir í gegnum bloggið.Hvernig kom það til að þið fóruð að fást við DIY verkefnin? Hvaðan koma þessar sniðugu hugmyndir? Það gerðist alveg óvart strax í byrjun. Hugmyndirnar fáum við þegar okkur t.d. langar í eitthvað sem er erfitt eða of dýrt að eignast og búum það þá bara til sjálfar. Það eru mjög mikið af DIY verkefnum hér og þar á netinu og ef við rekumst á eitthvað sem okkur lýst á reynum við að gera okkar eigin útgáfu af því. DIY bloggin fá alltaf virkilega góð viðbrögð svo við gerum okkar besta til að birta allt slíkt sem við gerum.Falleg armbönd sem stelpurnar gerðu með DIY aðferð.Er eitthvað spennandi á döfinni? Já heldur betur! Við erum að vinna að umfjöllunum um spennandi hluti og fólk ásamt því að vera að undirbúa öðruvísi efni sem ekki hefur sést áður á síðunni. Planið er svo að fara og kíkja í fataskápa hjá vel klæddum Íslendingum og leyfa lesendum að njóta. Svo erum við líka með langan DIY hugmyndalista sem við getum ekki beðið eftir að framkvæma. Það verður eitthvað nýtt á hverjum degi!Fyrir áhugasama eru stelpurnar mjög virkar á samskiptamiðlunum: Venividivisa á Facebook Venividivida á Twitter instagram: @venividivisablog Venividivisa á Pinterest
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning