Karlmaður slasaðist þegar hann féll í Esjunni í klettunum, fyrir ofan Stein við Þverfellshorn, nú síðdegis. Hann var ásamt öðrum manni á göngu þegar óhappið varð og rúllaði hann niður um sextíu metra. Fjallabjörgunarhópur slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, fjallamenn á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kalllaðir á staðinn til að bjarga manninum og náði þyrlan að hífa hann upp.
Féll í klettum í Esjunni
Jón Hákon Halldórsson skrifar
