Íslenskar herraskyrtur hitta beint í mark Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. janúar 2013 09:30 Huginn Muninn sendu frá sér sína fyrstu línu af herraskyrtum í desember 2011. Skyrturnar áttu heldur betur eftir að slá í gegn og í ár munu Huginn Muninn taka þátt í Reykjavík Fashion Festival ásamt fremstu hönnuðum landsins. Lífið sló á þráðinn til Guðrúnar Guðjónsdóttur, yfirhönnuðar þar á bæ.Hvers vegna herraskyrtur? Vegna þess að ég er klæðskeri og hönnuður, og mennirnir á bakvið fyrirtækið Huginn Muninn eiga skyrtuverksmiðju í Litháen. Þetta lá nokkuð beint við. Okkur fannst strax að það væri rétt að fara út í eitthvað þar sem við vissum hvar við stæðum og styrkleikinn var í skyrtunum.Nú hafa viðbrögðin við skyrtunum ekki látið á sér standa. Hvers vegna heldur þú að það sé? Ég held að það hafi bara vantað venjulegan karlmannsfatnað eins og skyrtur á markaðinn. Það eru nefnilega mjög margir sem vilja kaupa íslenska hönnun en eiga svo erfitt með að finna eitthvað við sitt hæfi. Skyrturnar seldust upp stuttu eftir að við sendum þær frá okkur fyrst jólin 2011. Við höfðum upplagið því mun stærra síðustu jól en viti menn, það seldist bara upp líka. Fólk var greinilega orðið meðvitað um skyrturnar og farið að tala mikið um þær.Hvernig kviknaði áhuginn á að taka þátt í RFF? Mér fannst það bara ótrúlega spennandi! Þetta er vaxandi iðnaður og RFF er frábær stökkpallur fyrir íslenska hönnuði. Það sem heillar mig líka mikið er að sjá hversu sterk viðskiptahliðin á þessu er orðin. Við höfum framleiðslugetuna og höfðum líka alltaf hugsað okkur að fara eitthvað út. Það er ekki til betri staður til að koma sinni hönnun á framfæri og fá umfjöllun um hana.Guðrún Guðjónsdóttir.Hverju má búast við á sýningunni ykkar? Við verðum með okkar klassísku skyrtur með smá tvisti. Það verða sérstakir fylgihlutir með og ég hannaði buxur sérstaklega fyrir tilefnið.. Þær verða þó bara sértakir sýningargripir og fara ekki í framleiðslu. Fókusinn verður á skyrtunum. Huginn Muninn skyrturnar fást í Kraum, Kormáki og Skildi, ATMO og hjá Sævari Karli. Huginnmuninn.is RFF Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Huginn Muninn sendu frá sér sína fyrstu línu af herraskyrtum í desember 2011. Skyrturnar áttu heldur betur eftir að slá í gegn og í ár munu Huginn Muninn taka þátt í Reykjavík Fashion Festival ásamt fremstu hönnuðum landsins. Lífið sló á þráðinn til Guðrúnar Guðjónsdóttur, yfirhönnuðar þar á bæ.Hvers vegna herraskyrtur? Vegna þess að ég er klæðskeri og hönnuður, og mennirnir á bakvið fyrirtækið Huginn Muninn eiga skyrtuverksmiðju í Litháen. Þetta lá nokkuð beint við. Okkur fannst strax að það væri rétt að fara út í eitthvað þar sem við vissum hvar við stæðum og styrkleikinn var í skyrtunum.Nú hafa viðbrögðin við skyrtunum ekki látið á sér standa. Hvers vegna heldur þú að það sé? Ég held að það hafi bara vantað venjulegan karlmannsfatnað eins og skyrtur á markaðinn. Það eru nefnilega mjög margir sem vilja kaupa íslenska hönnun en eiga svo erfitt með að finna eitthvað við sitt hæfi. Skyrturnar seldust upp stuttu eftir að við sendum þær frá okkur fyrst jólin 2011. Við höfðum upplagið því mun stærra síðustu jól en viti menn, það seldist bara upp líka. Fólk var greinilega orðið meðvitað um skyrturnar og farið að tala mikið um þær.Hvernig kviknaði áhuginn á að taka þátt í RFF? Mér fannst það bara ótrúlega spennandi! Þetta er vaxandi iðnaður og RFF er frábær stökkpallur fyrir íslenska hönnuði. Það sem heillar mig líka mikið er að sjá hversu sterk viðskiptahliðin á þessu er orðin. Við höfum framleiðslugetuna og höfðum líka alltaf hugsað okkur að fara eitthvað út. Það er ekki til betri staður til að koma sinni hönnun á framfæri og fá umfjöllun um hana.Guðrún Guðjónsdóttir.Hverju má búast við á sýningunni ykkar? Við verðum með okkar klassísku skyrtur með smá tvisti. Það verða sérstakir fylgihlutir með og ég hannaði buxur sérstaklega fyrir tilefnið.. Þær verða þó bara sértakir sýningargripir og fara ekki í framleiðslu. Fókusinn verður á skyrtunum. Huginn Muninn skyrturnar fást í Kraum, Kormáki og Skildi, ATMO og hjá Sævari Karli. Huginnmuninn.is
RFF Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira