Djokovic stefnir á sigur á Opna franska Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2013 16:45 Djokovic með fótboltakappanum Alessandro Del Piero eftir sigurinn um helgina. Del Piero spilar með ástralska liðinu Sydney FC. Nordic Photos / Getty Images Novak Djokovic er nú þegar byrjaður að undirbúa sig fyrir tennistímabilið í Evrópu og stefnir hann á sigur í Opna franska meistaramótið í júní. Djokovic varð fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna þrjá titla í röð á Opna ástralska en alls hefur hann unnið mótið fjórum sinnum. Þá hefur hann unnið Wimbledon-mótið og Opna bandaríska einu sinni hvort, í bæði skiptin árið 2011. Opna franska er því eina stórmótið sem hann á eftir að vinna en hann komst nálægt því í fyrra. Þá tapaði hann fyrir Rafael Nadal í úrslitunum. „Auðvitað vil ég fara alla leið á Opna franska," sagði Djokovic en mótið er það eina af stórmótunum sem spilað er á leirvelli. Það er keppt á grasi á Wimbledon en hörðum velli í hinum tveimur stórmótunum. Djokovic er efsti maður heimslistans og var spurður hvort hann væri til í að fórna þeirri stöðu fyrir sigur í París. „Ég vil þetta allt saman. Ég hef enga ástæðu til að hafa ekki fulla trú á sjálfum mér." Nadal hefur haft mikla yfirburði á leirvöllum síðastliðin ár og unnið mótið sjö sinnum á ferlinum, þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall. Hann hefur hins vegar verið meiddur í langan tíma og ekkert spilað að viti síðan hann féll snemma úr leik á Wimbledon-mótinu síðastliðið sumar. Nadal er nú dottinn úr hópi fjögurra efstu á heimslistanum í tennis í fimmta sætið. Landi hans frá Spáni, David Ferrer, er í fjórða sætinu og er einnig bestur á leirvöllum. Þess má þó geta að Djokovic vann yfirburðasigur á Ferrer í undanúrslitunum í Melbourne fyrir helgi. Djokovic bar sigurorð af Andy Murray í úrslitunum um helgina en Murray vann Roger Federer í undanúrslitum. Þessir þrír eru sem fyrr í efstu sætum heimslistans. Tennis Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira
Novak Djokovic er nú þegar byrjaður að undirbúa sig fyrir tennistímabilið í Evrópu og stefnir hann á sigur í Opna franska meistaramótið í júní. Djokovic varð fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna þrjá titla í röð á Opna ástralska en alls hefur hann unnið mótið fjórum sinnum. Þá hefur hann unnið Wimbledon-mótið og Opna bandaríska einu sinni hvort, í bæði skiptin árið 2011. Opna franska er því eina stórmótið sem hann á eftir að vinna en hann komst nálægt því í fyrra. Þá tapaði hann fyrir Rafael Nadal í úrslitunum. „Auðvitað vil ég fara alla leið á Opna franska," sagði Djokovic en mótið er það eina af stórmótunum sem spilað er á leirvelli. Það er keppt á grasi á Wimbledon en hörðum velli í hinum tveimur stórmótunum. Djokovic er efsti maður heimslistans og var spurður hvort hann væri til í að fórna þeirri stöðu fyrir sigur í París. „Ég vil þetta allt saman. Ég hef enga ástæðu til að hafa ekki fulla trú á sjálfum mér." Nadal hefur haft mikla yfirburði á leirvöllum síðastliðin ár og unnið mótið sjö sinnum á ferlinum, þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall. Hann hefur hins vegar verið meiddur í langan tíma og ekkert spilað að viti síðan hann féll snemma úr leik á Wimbledon-mótinu síðastliðið sumar. Nadal er nú dottinn úr hópi fjögurra efstu á heimslistanum í tennis í fimmta sætið. Landi hans frá Spáni, David Ferrer, er í fjórða sætinu og er einnig bestur á leirvöllum. Þess má þó geta að Djokovic vann yfirburðasigur á Ferrer í undanúrslitunum í Melbourne fyrir helgi. Djokovic bar sigurorð af Andy Murray í úrslitunum um helgina en Murray vann Roger Federer í undanúrslitum. Þessir þrír eru sem fyrr í efstu sætum heimslistans.
Tennis Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira