Djokovic stefnir á sigur á Opna franska Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2013 16:45 Djokovic með fótboltakappanum Alessandro Del Piero eftir sigurinn um helgina. Del Piero spilar með ástralska liðinu Sydney FC. Nordic Photos / Getty Images Novak Djokovic er nú þegar byrjaður að undirbúa sig fyrir tennistímabilið í Evrópu og stefnir hann á sigur í Opna franska meistaramótið í júní. Djokovic varð fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna þrjá titla í röð á Opna ástralska en alls hefur hann unnið mótið fjórum sinnum. Þá hefur hann unnið Wimbledon-mótið og Opna bandaríska einu sinni hvort, í bæði skiptin árið 2011. Opna franska er því eina stórmótið sem hann á eftir að vinna en hann komst nálægt því í fyrra. Þá tapaði hann fyrir Rafael Nadal í úrslitunum. „Auðvitað vil ég fara alla leið á Opna franska," sagði Djokovic en mótið er það eina af stórmótunum sem spilað er á leirvelli. Það er keppt á grasi á Wimbledon en hörðum velli í hinum tveimur stórmótunum. Djokovic er efsti maður heimslistans og var spurður hvort hann væri til í að fórna þeirri stöðu fyrir sigur í París. „Ég vil þetta allt saman. Ég hef enga ástæðu til að hafa ekki fulla trú á sjálfum mér." Nadal hefur haft mikla yfirburði á leirvöllum síðastliðin ár og unnið mótið sjö sinnum á ferlinum, þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall. Hann hefur hins vegar verið meiddur í langan tíma og ekkert spilað að viti síðan hann féll snemma úr leik á Wimbledon-mótinu síðastliðið sumar. Nadal er nú dottinn úr hópi fjögurra efstu á heimslistanum í tennis í fimmta sætið. Landi hans frá Spáni, David Ferrer, er í fjórða sætinu og er einnig bestur á leirvöllum. Þess má þó geta að Djokovic vann yfirburðasigur á Ferrer í undanúrslitunum í Melbourne fyrir helgi. Djokovic bar sigurorð af Andy Murray í úrslitunum um helgina en Murray vann Roger Federer í undanúrslitum. Þessir þrír eru sem fyrr í efstu sætum heimslistans. Tennis Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Fleiri fréttir Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Sjá meira
Novak Djokovic er nú þegar byrjaður að undirbúa sig fyrir tennistímabilið í Evrópu og stefnir hann á sigur í Opna franska meistaramótið í júní. Djokovic varð fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna þrjá titla í röð á Opna ástralska en alls hefur hann unnið mótið fjórum sinnum. Þá hefur hann unnið Wimbledon-mótið og Opna bandaríska einu sinni hvort, í bæði skiptin árið 2011. Opna franska er því eina stórmótið sem hann á eftir að vinna en hann komst nálægt því í fyrra. Þá tapaði hann fyrir Rafael Nadal í úrslitunum. „Auðvitað vil ég fara alla leið á Opna franska," sagði Djokovic en mótið er það eina af stórmótunum sem spilað er á leirvelli. Það er keppt á grasi á Wimbledon en hörðum velli í hinum tveimur stórmótunum. Djokovic er efsti maður heimslistans og var spurður hvort hann væri til í að fórna þeirri stöðu fyrir sigur í París. „Ég vil þetta allt saman. Ég hef enga ástæðu til að hafa ekki fulla trú á sjálfum mér." Nadal hefur haft mikla yfirburði á leirvöllum síðastliðin ár og unnið mótið sjö sinnum á ferlinum, þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall. Hann hefur hins vegar verið meiddur í langan tíma og ekkert spilað að viti síðan hann féll snemma úr leik á Wimbledon-mótinu síðastliðið sumar. Nadal er nú dottinn úr hópi fjögurra efstu á heimslistanum í tennis í fimmta sætið. Landi hans frá Spáni, David Ferrer, er í fjórða sætinu og er einnig bestur á leirvöllum. Þess má þó geta að Djokovic vann yfirburðasigur á Ferrer í undanúrslitunum í Melbourne fyrir helgi. Djokovic bar sigurorð af Andy Murray í úrslitunum um helgina en Murray vann Roger Federer í undanúrslitum. Þessir þrír eru sem fyrr í efstu sætum heimslistans.
Tennis Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Fleiri fréttir Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Sjá meira