Svona færðu heilbrigt hár Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. janúar 2013 09:30 Það getur verið mikil kúnst að meðhöndla hárið sitt rétt og ná að töfra fram í því það allra besta. Lífið fékk Hugrúnu Harðardóttur, fegurðardrottningu og hárgreiðslukonu með meiru til að gefa okkur nokkur góð ráð um hárumhirðu.Góðar hárvörur: Ef þú vilt að hárið þitt skarti sínu fegursta daglega er nauðsynlegt að eiga góðar hárvörur. Allar konur ættu að fjárfesta í góðu sjampói, hárnæringu og leave-in næringu eða olíu sem hentar þeirra hártegund hvort sem það er fíngert, gróft eða litameðhöndlað. Ég mæli með Maroccan Oil, hún kallar fram fallegn glans og gerir við skemmdir.Hármaski: Þegar þú átt orðið gott sjampó og næringu mæli ég með að kaupa góðan hármaska og nota hann einu sinni í viku. Þá er gott að þvo hárið að kvöldi með sjampói (ekki hárnæringu), þerra svo mesta vatnið úr með handklæði, greiða maskann vel í gegnum allt hárið og setja það svo í fléttu eða snúð og sofa með handklæði yfir koddanum. Morguninn eftir er maskinn svo skolaður úr og hárið greitt eins og venjulega. Önnur leið er t.d. þegar þú skellir þér í sund. Þá þværðu hárið í sturtunni áður en þú ferð út, greiðir maskanum vel í gegn og setur svo hárið upp í snúð. Endilega farðu svo í gufuna því virknin í maskanum eykst í hitanum.Þvoðu hárið 2-3 sinnum í viku: Ekki þvo hárið á hverjum degi, hvað þá oftar en það. Það getur haft þau áhrif að hárið missi eiginleikann til að hrinda frá sér óhreinindum. Það verður mjög fljótt fitugt og þér líður eins og það sé skítugt. Þetta er afskaplega algengur og leiðinlegur vítahringur til að vera fastur í, en eina ráðið er þá að reyna að lengja tímann smátt og smátt á milli þvotta. Ég mæli með að þvo hárið bara 2 -3 sinnum í viku. Þess á milli er best að skola það bara vel með heitu vatni og setja smá hárnæringu í endana.Farðu í klippingu: Síðast en ekki síst vil ég benda á að það er líka nauðsynlegt að særa neðan af hárinu reglulega til þess að koma í veg fyrir slit. Sé þetta ekki gert geta slitin orðið svo slæm að þau éta upp alla enda. Þá geta myndast stór skörð upp í hárið og það ekkert gaman að síðu hári sem er í þannig órækt. Sítt og efnameðhöndlað hár hefur brýnustu þörfina til að láta dekra við sig, en ég lofa að allir sem fylgja þessum ráðum hér að ofan og hugsa svona um hárið sitt fá heilbrigt og fallegt hár!Hugrún starfar á hárgreiðslustofunni Slippnum, Skólavörðustíg 25a.Hugrún Harðardóttir. Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Það getur verið mikil kúnst að meðhöndla hárið sitt rétt og ná að töfra fram í því það allra besta. Lífið fékk Hugrúnu Harðardóttur, fegurðardrottningu og hárgreiðslukonu með meiru til að gefa okkur nokkur góð ráð um hárumhirðu.Góðar hárvörur: Ef þú vilt að hárið þitt skarti sínu fegursta daglega er nauðsynlegt að eiga góðar hárvörur. Allar konur ættu að fjárfesta í góðu sjampói, hárnæringu og leave-in næringu eða olíu sem hentar þeirra hártegund hvort sem það er fíngert, gróft eða litameðhöndlað. Ég mæli með Maroccan Oil, hún kallar fram fallegn glans og gerir við skemmdir.Hármaski: Þegar þú átt orðið gott sjampó og næringu mæli ég með að kaupa góðan hármaska og nota hann einu sinni í viku. Þá er gott að þvo hárið að kvöldi með sjampói (ekki hárnæringu), þerra svo mesta vatnið úr með handklæði, greiða maskann vel í gegnum allt hárið og setja það svo í fléttu eða snúð og sofa með handklæði yfir koddanum. Morguninn eftir er maskinn svo skolaður úr og hárið greitt eins og venjulega. Önnur leið er t.d. þegar þú skellir þér í sund. Þá þværðu hárið í sturtunni áður en þú ferð út, greiðir maskanum vel í gegn og setur svo hárið upp í snúð. Endilega farðu svo í gufuna því virknin í maskanum eykst í hitanum.Þvoðu hárið 2-3 sinnum í viku: Ekki þvo hárið á hverjum degi, hvað þá oftar en það. Það getur haft þau áhrif að hárið missi eiginleikann til að hrinda frá sér óhreinindum. Það verður mjög fljótt fitugt og þér líður eins og það sé skítugt. Þetta er afskaplega algengur og leiðinlegur vítahringur til að vera fastur í, en eina ráðið er þá að reyna að lengja tímann smátt og smátt á milli þvotta. Ég mæli með að þvo hárið bara 2 -3 sinnum í viku. Þess á milli er best að skola það bara vel með heitu vatni og setja smá hárnæringu í endana.Farðu í klippingu: Síðast en ekki síst vil ég benda á að það er líka nauðsynlegt að særa neðan af hárinu reglulega til þess að koma í veg fyrir slit. Sé þetta ekki gert geta slitin orðið svo slæm að þau éta upp alla enda. Þá geta myndast stór skörð upp í hárið og það ekkert gaman að síðu hári sem er í þannig órækt. Sítt og efnameðhöndlað hár hefur brýnustu þörfina til að láta dekra við sig, en ég lofa að allir sem fylgja þessum ráðum hér að ofan og hugsa svona um hárið sitt fá heilbrigt og fallegt hár!Hugrún starfar á hárgreiðslustofunni Slippnum, Skólavörðustíg 25a.Hugrún Harðardóttir.
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira