Svona færðu heilbrigt hár Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. janúar 2013 09:30 Það getur verið mikil kúnst að meðhöndla hárið sitt rétt og ná að töfra fram í því það allra besta. Lífið fékk Hugrúnu Harðardóttur, fegurðardrottningu og hárgreiðslukonu með meiru til að gefa okkur nokkur góð ráð um hárumhirðu.Góðar hárvörur: Ef þú vilt að hárið þitt skarti sínu fegursta daglega er nauðsynlegt að eiga góðar hárvörur. Allar konur ættu að fjárfesta í góðu sjampói, hárnæringu og leave-in næringu eða olíu sem hentar þeirra hártegund hvort sem það er fíngert, gróft eða litameðhöndlað. Ég mæli með Maroccan Oil, hún kallar fram fallegn glans og gerir við skemmdir.Hármaski: Þegar þú átt orðið gott sjampó og næringu mæli ég með að kaupa góðan hármaska og nota hann einu sinni í viku. Þá er gott að þvo hárið að kvöldi með sjampói (ekki hárnæringu), þerra svo mesta vatnið úr með handklæði, greiða maskann vel í gegnum allt hárið og setja það svo í fléttu eða snúð og sofa með handklæði yfir koddanum. Morguninn eftir er maskinn svo skolaður úr og hárið greitt eins og venjulega. Önnur leið er t.d. þegar þú skellir þér í sund. Þá þværðu hárið í sturtunni áður en þú ferð út, greiðir maskanum vel í gegn og setur svo hárið upp í snúð. Endilega farðu svo í gufuna því virknin í maskanum eykst í hitanum.Þvoðu hárið 2-3 sinnum í viku: Ekki þvo hárið á hverjum degi, hvað þá oftar en það. Það getur haft þau áhrif að hárið missi eiginleikann til að hrinda frá sér óhreinindum. Það verður mjög fljótt fitugt og þér líður eins og það sé skítugt. Þetta er afskaplega algengur og leiðinlegur vítahringur til að vera fastur í, en eina ráðið er þá að reyna að lengja tímann smátt og smátt á milli þvotta. Ég mæli með að þvo hárið bara 2 -3 sinnum í viku. Þess á milli er best að skola það bara vel með heitu vatni og setja smá hárnæringu í endana.Farðu í klippingu: Síðast en ekki síst vil ég benda á að það er líka nauðsynlegt að særa neðan af hárinu reglulega til þess að koma í veg fyrir slit. Sé þetta ekki gert geta slitin orðið svo slæm að þau éta upp alla enda. Þá geta myndast stór skörð upp í hárið og það ekkert gaman að síðu hári sem er í þannig órækt. Sítt og efnameðhöndlað hár hefur brýnustu þörfina til að láta dekra við sig, en ég lofa að allir sem fylgja þessum ráðum hér að ofan og hugsa svona um hárið sitt fá heilbrigt og fallegt hár!Hugrún starfar á hárgreiðslustofunni Slippnum, Skólavörðustíg 25a.Hugrún Harðardóttir. Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Það getur verið mikil kúnst að meðhöndla hárið sitt rétt og ná að töfra fram í því það allra besta. Lífið fékk Hugrúnu Harðardóttur, fegurðardrottningu og hárgreiðslukonu með meiru til að gefa okkur nokkur góð ráð um hárumhirðu.Góðar hárvörur: Ef þú vilt að hárið þitt skarti sínu fegursta daglega er nauðsynlegt að eiga góðar hárvörur. Allar konur ættu að fjárfesta í góðu sjampói, hárnæringu og leave-in næringu eða olíu sem hentar þeirra hártegund hvort sem það er fíngert, gróft eða litameðhöndlað. Ég mæli með Maroccan Oil, hún kallar fram fallegn glans og gerir við skemmdir.Hármaski: Þegar þú átt orðið gott sjampó og næringu mæli ég með að kaupa góðan hármaska og nota hann einu sinni í viku. Þá er gott að þvo hárið að kvöldi með sjampói (ekki hárnæringu), þerra svo mesta vatnið úr með handklæði, greiða maskann vel í gegnum allt hárið og setja það svo í fléttu eða snúð og sofa með handklæði yfir koddanum. Morguninn eftir er maskinn svo skolaður úr og hárið greitt eins og venjulega. Önnur leið er t.d. þegar þú skellir þér í sund. Þá þværðu hárið í sturtunni áður en þú ferð út, greiðir maskanum vel í gegn og setur svo hárið upp í snúð. Endilega farðu svo í gufuna því virknin í maskanum eykst í hitanum.Þvoðu hárið 2-3 sinnum í viku: Ekki þvo hárið á hverjum degi, hvað þá oftar en það. Það getur haft þau áhrif að hárið missi eiginleikann til að hrinda frá sér óhreinindum. Það verður mjög fljótt fitugt og þér líður eins og það sé skítugt. Þetta er afskaplega algengur og leiðinlegur vítahringur til að vera fastur í, en eina ráðið er þá að reyna að lengja tímann smátt og smátt á milli þvotta. Ég mæli með að þvo hárið bara 2 -3 sinnum í viku. Þess á milli er best að skola það bara vel með heitu vatni og setja smá hárnæringu í endana.Farðu í klippingu: Síðast en ekki síst vil ég benda á að það er líka nauðsynlegt að særa neðan af hárinu reglulega til þess að koma í veg fyrir slit. Sé þetta ekki gert geta slitin orðið svo slæm að þau éta upp alla enda. Þá geta myndast stór skörð upp í hárið og það ekkert gaman að síðu hári sem er í þannig órækt. Sítt og efnameðhöndlað hár hefur brýnustu þörfina til að láta dekra við sig, en ég lofa að allir sem fylgja þessum ráðum hér að ofan og hugsa svona um hárið sitt fá heilbrigt og fallegt hár!Hugrún starfar á hárgreiðslustofunni Slippnum, Skólavörðustíg 25a.Hugrún Harðardóttir.
Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira