Lífið

Kate verslar á meðan prinsinn djammar

Hertogynjan af Cambridge, Kate Middleton, á von á sínu fyrsta barni í júlí með eiginmanninum, Vilhjálmi Bretaprins. Hún notar tímann vel í hreiðurgerð.

Hún sást rölta á milli antíkverslana í Fakenham í Norfolk um helgina og ku Kate hafa til dæmis skoðað vasa og smellt myndum af því sem henni leist á.

Kate er komin sex mánuði á leið.
Kate var með vinum sínum í verslunarleiðangrinum og þó hún keypti ekkert sjálf fundu vinir hennar eitthvað við sitt hæfi.

Dúllupar.
Á sama tíma, á öðrum hluta Bretlandseyja, var eiginmaður hennar Vilhjálmur í steggjapartíi með bróður sínum, Harry prins, á kránni The Feathers Inn í Hedley on the Hill í Stocksfield. Fór partíið vel fram en félagarnir fengu sér þó aðeins í aðra tána ef marka má sjónarvotta.

Munu sóma sér vel í foreldrahlutverkinu.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.