Fótbolti

Alfreð búinn að afskrifa markakóngstitilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Mynd/Nordic Photos/Getty
Alfreð Finnbogason er kominn með 23 mörk í hollensku deildinni og enn eru eftir fjórir leiki á tímabilinu. Alfreð viðurkennir samt í viðtali á heimasíðu Heerenveen að hann eigi ekki möguleika á því að verða markahæstur í deildinni í ár.

„Nei, líklega ekki," svarar Alfreð Finnbogason aðspurður um möguleikanna á því að verða markakóngur. Wilfried Bony hjá Vitesse hefur skoraði 30 mörk og hefur því sjö marka forskot á Alfreð.

„Það eru bara fjórir leikir eftir og það væri afar erfitt. Ég tel að hvorki ég né nokkur annar muni ná Bony. Ég er hvort sem er ekki að hugsa um Bony eða markakóngstitilinn. Ég einbeiti mér að því að spila vel og hjálpa mínu liði," sagði Alfreð.

Alfreð átti ekki góðan leik á móti Willem II en skoraði mörkin í lokin sem færðu liðinu þrjú mikilvæg stig. „Ég reyni bara að halda einbeitingu í næsta færi. Stundum spila ég vel en næ ekki að skora. Það er mikilvægasta er að ná að skora en auðvitað væri best að spila bæði vel og skora," sagði Alfreð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×