Innlent

Fastaskrifstofa tekin til starfa

Þorgils Jónsson skrifar

Fastaskrifstofa Norðurskautsráðsins var formlega opnuð í gær í Tromsø í Noregi. Framkvæmdastjóri hennar er Magnús Jóhannesson, fyrrum siglingamálastjóri og ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu.

Skrifstofunni er ætlað að styrkja starf ráðsins og upplýsingagjöf um málefni norðurslóða. Starfsemi ráðsins hefur farið vaxandi og mikil áhersla hefur verið á málefni norðurslóða í utanríkisstefnu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×