Innlent

Sameiginleg ákvörðun stjórnar RÚV og Páls

Stefán Árni Pálsson skrifar
Páll hættur sem útvarpsstjóri
Páll hættur sem útvarpsstjóri
Páll Magnússon lét af störfum sem útvarpsstóri í morgun og sendi hann tilkynningu á alla starfsmenn RÚV.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá stjórn Ríkisútvarpsins og Páli Magnússyni að brothvarf útvarpsstjóra hafi verið sameiginlega ákvörðun stjórnarinnar og útvarpsstjóra.

Í framhaldinu verði staðan útvarpsstjóra auglýst laus til umsóknar í samræmi við ákvæði laga nr. 23/2013.

Stjórnin RÚV þakkar Páli vel unnin störf við erfiðar aðstæður og óskar honum velfarnaðar.

Fram kemur meðal annars í tilkynningunni frá stjórn RÚV:

„Stjórnin er sammála um mikilvægi þess að hér sé rekið öflugt og metnaðarfullt Ríkisútvarp sem almenn sátt ríkir um og við getum öll verið stolt af. Ríkisútvarpið er einn af hornsteinum íslensks samfélags og mun stjórnin stuðla að sátt og friði um starfsemi Ríkisútvarpsins þannig að það geti sinnt sínu lögbundna almannaþjónustu hlutverki með sóma til framtíðar“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×