Lífið

Jennifer Love Hewitt nýtur meðgöngunnar í botn

Jennifer Love Hewitt á von á sínu fyrsta barni í desember.
Jennifer Love Hewitt á von á sínu fyrsta barni í desember. Nordicphotos/getty
Leikkonan Jennifer Love Hewitt, sem á von á sínu fyrsta barni í desember, segist njóta meðgöngunnar þrátt fyrir að hugmyndin um að ganga með barn í níu mánuði hafi verið svolítið yfirþyrmandi í byrjun.

Í nýlegu viðtali er haft eftir Hewitt að hún njóti meðgöngunnar í botn.

„Mér finnst yndislegt að vera ólétt, þrátt fyrir að auðvitað komi tímabil sem eru erfiðari en önnur. En þetta er yndisleg upplifun.“

Leikkonan hefur að eigin sögn hugsað vel um heilsuna á meðgöngunni og viðurkennir að hún stundi meiri hreyfingu nú en áður en hún varð ólétt. „Það er mikilvægt að hreyfa sig til þess að líða vel. Ég syndi mikið og stunda jóga og pilates. Eftir því sem maður verður stærri um sig verður erfiðara að koma sér af stað.“

Hewitt, sem hugðist giftast unnusta sínum á næsta ári, hefur nú sett brúðkaupið á pásu þar sem hún vill hafa nægan tíma til að skipuleggja athöfnina og koma sér í form eftir barnsburð.

„Ég ætla ekki að leggja á mig núna allt það sem viðkemur að skipulagningu brúðkaups. Það gerist bara þegar við erum tilbúin.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.