Biðlisti Barnahúss lengist þvert á loforð um úrbætur 30. ágúst 2013 07:00 Frá Barnahúsi. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda um annað hefur stækkun Barnahúss ekki orðið að veruleika. Í dag bíða 26 börn eftir könnunarviðtali eða skýrslutöku. Alls bíða 35 börn eftir meðferð, allt niður í tæplega fjögurra ára gömul. Fréttablaðið/GVA Fleiri börn bíða úrvinnslu sinna mála hjá Barnahúsi en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda um annað hefur stækkun Barnahúss ekki orðið að veruleika. Biðlisti Barnahúss í dag stendur þannig að 26 börn bíða eftir könnunarviðtali eða skýrslutöku. Alls bíða 35 börn eftir meðferð, allt niður í tæplega fjögurra ára gömul. Því bíður 61 barn í dag eða tuttugu fleiri en í apríl. Börn sem hafa lent í mjög grófri kynferðislegri misnotkun, jafnvel yfir árabil, bíða meðferðar. Upplýsingar Fréttablaðsins greina að 225 börn hafi fengið þjónustu í Barnahúsi það sem af er ári. Allt árið í fyrra fengu 278 börn þjónustu. Þegar nánar er horft til þessa stóra hóps sést að á þessu ári hafa 163 börn farið í skýrslutöku eða könnunarviðtal og 58 börn komið til meðferðar hjá Barnahúsi sem ekki hafa fengið þá þjónustu áður. Börnin eru 85 alls sem njóta virkrar meðferðar, sem getur tekið tvö ár eða lengur.Stefán Ingi Stefánsson, Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir að stjórnvöld geti komið forvörnum í framtíðarfarveg. „Auðvitað á ekkert barn að þurfa að upplifa ofbeldi og það er á ábyrgð okkar allra að koma í veg fyrir það. Það er líka á ábyrgð stjórnvalda að hafa viðbragðskerfið það sterkt að þegar börn eru beitt ofbeldi sé þeim tafarlaust sinnt. Samfélagið skuldar þessum börnum það,“ segir Stefán. Í janúar var sett á fót nefnd fjögurra ráðuneyta um samhæfða framkvæmd stjórnvalda til þess að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi og vinna að eflingu lögreglu og ákæruvalds og bættum úrræðum fyrir þolendur kynferðisofbeldis, einkum börn. Niðurstaða þessarar vinnu var fjöldi tillagna sem setja ætti í forgang. Sú fyrsta og mikilvægasta var um kaup á nýju Barnahúsi. Í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins sagði að vegna þess neyðarástands sem skapast hefði vegna kynferðisbrota gegn börnum þyldu kaup á nýju Barnahúsi enga bið. Þrír ráðherrar þáverandi ríkisstjórnar greindu frá því á fundi með Barnaverndarstofu í apríl að búið væri að eyrnamerkja 110 milljónir til þeirra kaupa. Kom fram á fundinum að „álitlegt hús fyrir Barnahús hafi þegar verið fundið. Kaup á því ættu að geta gengið í gegn á næstu vikum“, eins og Barnaverndarstofa greindi frá á þeim tíma.Ráðherrar hitta þolendur ofbeldis í dag Ungmenni sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi og skipa sérfræðihóp barna hjá UNICEF á Íslandi hitta fjóra ráðherra nýrrar ríkisstjórnar í dag. Markmiðið er að hvetja ráðherrana til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að berjast gegn hvers kyns ofbeldi á börnum hér á landi. Til grundvallar fundinum liggur viðamikil skýrsla UNICEF (Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna) um ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Fleiri börn bíða úrvinnslu sinna mála hjá Barnahúsi en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda um annað hefur stækkun Barnahúss ekki orðið að veruleika. Biðlisti Barnahúss í dag stendur þannig að 26 börn bíða eftir könnunarviðtali eða skýrslutöku. Alls bíða 35 börn eftir meðferð, allt niður í tæplega fjögurra ára gömul. Því bíður 61 barn í dag eða tuttugu fleiri en í apríl. Börn sem hafa lent í mjög grófri kynferðislegri misnotkun, jafnvel yfir árabil, bíða meðferðar. Upplýsingar Fréttablaðsins greina að 225 börn hafi fengið þjónustu í Barnahúsi það sem af er ári. Allt árið í fyrra fengu 278 börn þjónustu. Þegar nánar er horft til þessa stóra hóps sést að á þessu ári hafa 163 börn farið í skýrslutöku eða könnunarviðtal og 58 börn komið til meðferðar hjá Barnahúsi sem ekki hafa fengið þá þjónustu áður. Börnin eru 85 alls sem njóta virkrar meðferðar, sem getur tekið tvö ár eða lengur.Stefán Ingi Stefánsson, Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir að stjórnvöld geti komið forvörnum í framtíðarfarveg. „Auðvitað á ekkert barn að þurfa að upplifa ofbeldi og það er á ábyrgð okkar allra að koma í veg fyrir það. Það er líka á ábyrgð stjórnvalda að hafa viðbragðskerfið það sterkt að þegar börn eru beitt ofbeldi sé þeim tafarlaust sinnt. Samfélagið skuldar þessum börnum það,“ segir Stefán. Í janúar var sett á fót nefnd fjögurra ráðuneyta um samhæfða framkvæmd stjórnvalda til þess að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi og vinna að eflingu lögreglu og ákæruvalds og bættum úrræðum fyrir þolendur kynferðisofbeldis, einkum börn. Niðurstaða þessarar vinnu var fjöldi tillagna sem setja ætti í forgang. Sú fyrsta og mikilvægasta var um kaup á nýju Barnahúsi. Í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins sagði að vegna þess neyðarástands sem skapast hefði vegna kynferðisbrota gegn börnum þyldu kaup á nýju Barnahúsi enga bið. Þrír ráðherrar þáverandi ríkisstjórnar greindu frá því á fundi með Barnaverndarstofu í apríl að búið væri að eyrnamerkja 110 milljónir til þeirra kaupa. Kom fram á fundinum að „álitlegt hús fyrir Barnahús hafi þegar verið fundið. Kaup á því ættu að geta gengið í gegn á næstu vikum“, eins og Barnaverndarstofa greindi frá á þeim tíma.Ráðherrar hitta þolendur ofbeldis í dag Ungmenni sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi og skipa sérfræðihóp barna hjá UNICEF á Íslandi hitta fjóra ráðherra nýrrar ríkisstjórnar í dag. Markmiðið er að hvetja ráðherrana til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að berjast gegn hvers kyns ofbeldi á börnum hér á landi. Til grundvallar fundinum liggur viðamikil skýrsla UNICEF (Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna) um ofbeldi gegn börnum á Íslandi.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira