Lífið

Reyndi og reyndi en var hafnað

Leikkonan Katie Holmes og leikarinn Jamie Foxx djömmuðu saman í New York fyrir stuttu og dönsuðu meðal annars villtan dans við smelli á borð við Blurred Lines og Get Lucky.

Jamie reyndi hvað hann gat til að vinna hylli Katie en ekkert gekk.

Katie í stuðinu.
“Þau dönsuðu og síðan faðmaði hann hana, kreisti á henni rassinn og reyndi að fá hana heim með sér. Hún var upp með sér en hafði ekki áhuga,” segir sjónarvottur í samtali við tímaritið Us Weekly.

Skotinn í Katie.
Eitt ár er síðan Katie skildi við stórleikarann og Íslandsvininn Tom Cruise en þau eiga saman dótturina Suri sem er sjö ára.

Katie og Tom skildu fyrir ári síðan.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.