Fer sínar eigin leiðir í tónlistinni Freyr Bjarnason skrifar 13. september 2013 09:00 Trúbadorinn Halli Reynis gaf á dögunum út safnplötuna Skuggar. Hún hefur að geyma tuttugu lög frá tuttugu ára ferli hans. Flest lögin eru tekin af sjö sólóplötum hans en einnig eru þar þrjú áður óútgefin lög og önnur sem hafa ekki komið út á plötu með honum. „Ég held að mér hafi tekist ágætlega að koma þessu til skila. Samt finnst mér að það hefðu alveg getað verið tuttugu lög í viðbót en ég er mjög sáttur við þetta,“ segir Halli Reynis um plötuna. Tvö lög af henni tóku þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins, Ef ég hefði vængi og Vinátta, sem tók þátt síðastliðið vor. „Það er rosalega gaman að taka þátt í Eurovision, bara gleði.“ Halli hefur alla tíð sungið sín eigin lög og texta og gefið plöturnar sínar út sjálfur. Hann segist hafa orðið tónlistarmaður einhvern veginn af sjálfu sér. „Draumurinn var ekki að verða frægur heldur bara að hafa gaman af því að spila tónlist,“ segir hann. „Það má segja að ég sé ánægðastur með það eftir tuttugu ár að mér finnst ég hafa staðið með sjálfum mér. Ég hef ekki selt mig heldur staðið í lappirnar og farið eftir þeim leiðum sem mér hefur þótt henta mér. Það leiðinlegasta sem mér finnst oft við bransann er að „hæpa“ upp eitthvað sem er innistæðulaust.“ Halli hefur lítið spilað undanfarið en ætlar að vera sjáanlegri í vetur. Tónleikar á Rósenberg eru fyrirhugaðir um miðjan október. Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljóstrar upp um limastærð Sinatra Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Trúbadorinn Halli Reynis gaf á dögunum út safnplötuna Skuggar. Hún hefur að geyma tuttugu lög frá tuttugu ára ferli hans. Flest lögin eru tekin af sjö sólóplötum hans en einnig eru þar þrjú áður óútgefin lög og önnur sem hafa ekki komið út á plötu með honum. „Ég held að mér hafi tekist ágætlega að koma þessu til skila. Samt finnst mér að það hefðu alveg getað verið tuttugu lög í viðbót en ég er mjög sáttur við þetta,“ segir Halli Reynis um plötuna. Tvö lög af henni tóku þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins, Ef ég hefði vængi og Vinátta, sem tók þátt síðastliðið vor. „Það er rosalega gaman að taka þátt í Eurovision, bara gleði.“ Halli hefur alla tíð sungið sín eigin lög og texta og gefið plöturnar sínar út sjálfur. Hann segist hafa orðið tónlistarmaður einhvern veginn af sjálfu sér. „Draumurinn var ekki að verða frægur heldur bara að hafa gaman af því að spila tónlist,“ segir hann. „Það má segja að ég sé ánægðastur með það eftir tuttugu ár að mér finnst ég hafa staðið með sjálfum mér. Ég hef ekki selt mig heldur staðið í lappirnar og farið eftir þeim leiðum sem mér hefur þótt henta mér. Það leiðinlegasta sem mér finnst oft við bransann er að „hæpa“ upp eitthvað sem er innistæðulaust.“ Halli hefur lítið spilað undanfarið en ætlar að vera sjáanlegri í vetur. Tónleikar á Rósenberg eru fyrirhugaðir um miðjan október.
Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljóstrar upp um limastærð Sinatra Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira