Enski boltinn

Merlín talar máli Tevez í réttarsalnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tevez er til vinstri og Merlínarnir tveir til hægri.
Tevez er til vinstri og Merlínarnir tveir til hægri.
Carlos Tevez, leikmaður Manchester City, þarf að svara til saka fyrir umferðarlagabrot. Hann hefur fengið þekktan lögfræðing í Bretlandi til að verja sig.

Gwyn Lewis er þekktur hjá leikmönnum Manchester City sem Merlín, líkt og töframaðurinn geðþekki. Lewis sérhæfir sig í umferðarlagabrotum og hefur varið þá Joey Barton, Shaun Wright-Phillips og Danny Mills sem eru reyndar allir komnir til annarra félaga.

Tevez var á dögunum handtekinn fyrir að aka án ökuskírteinis en hann var sviptur ökuleyfinu fyrr á þessu ári.

Fram kemur á heimasíðu Burton Copeland, lögfræðingastofunnar sem Lewis starfar á, að hann gangi undir þessu nafni innan veggja City því hann sé þar þekktur fyrir að láta hin ýmsu dómsmál hverfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×