Sjóðandi heitir Píratar vegna RÚV Jakob Bjarnar skrifar 5. júlí 2013 08:05 Pírötum, sem og öðrum þingmönnum, var heitt í hamsi í nótt vegna málefna RÚV. Frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um að Alþingi skipi beint fulltrúa í stjórn RÚV ohf hefur verið umdeilt. Í nótt var komið að afgreiðslu og var nokkur hiti í þingsal vegna málsins. Var málið lagt upp þannig að stjórnarliðar fengju fimm fulltrúa en stjórnarandstaðan fjóra. En, á tímabili leit út fyrir að stjórnarliðar fengju sex fulltrúa en stjórnarandstaðan þrjá. Píratar sendu þá reiðir frá sér yfirlýsing, í nótt, þar sem talað er um hið andlýðræðislega frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. Þar segir meðal annars: „Nú skilja Píratar mætavel að óþægilegt geti verið að hafa Pétur Gunnarsson [rithöfund] og Láru Hönnu [Einarsdóttur bloggara] í, annars pólitískri stjórn RÚV. Þessi aðgerð er þó grímulausari en nokkrum gat dottið í hug og þingflokkurinn fordæmir þessi klækjabrögð. Í gær var látið að því liggja að það væri til betrumbóta á frumvarpinu, að fjölga í stjórninni og gera hana þverpólitískari. Hið sanna hefur hins vegar komið í ljós. Stjórnin fær þó plús í kladdann fyrir grímuleysið. Pólitísk klækjabrögð um stjórn RÚV njóta þá allavega gagnsæis.“ Að endingu fór það svo, í atkvæðagreiðslu, að fulltrúar minnihlutans eru fjórir og stjórnarliða fimm. Var þá Pírötum létt og sendu frá sér aðra yfirlýsingu þar sem segir meðal annars: „Þau óvæntu og gleðilegu tíðindi urðu í leynilegri atkvæðagreiðslu um stjórn RÚV að atkvæðin féllu með lýðræðinu. Píratar þakka þeim hugrakka stjórnarþingmanni sem greiddi atkvæði með lýðræðinu og tryggði að þessi nýja stjórn væri ekki með óeðlilega hátt hlutfall fulltrúa ríkisstjórnarinnar.” Þeir sem kosnir voru aðalmenn í stjórn RÚV eru Guðrún Nordal, Magnús Stefánsson, Magnús Geir Þórðarson, ÚIfhildur Rögnvaldsdóttir, Ingvi Hrafn Óskarsson, Margrét Frímannsdóttir, Björg Eva Erlendsdóttir, Sigurður Björn Blöndal og Pétur Gunnarsson. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um að Alþingi skipi beint fulltrúa í stjórn RÚV ohf hefur verið umdeilt. Í nótt var komið að afgreiðslu og var nokkur hiti í þingsal vegna málsins. Var málið lagt upp þannig að stjórnarliðar fengju fimm fulltrúa en stjórnarandstaðan fjóra. En, á tímabili leit út fyrir að stjórnarliðar fengju sex fulltrúa en stjórnarandstaðan þrjá. Píratar sendu þá reiðir frá sér yfirlýsing, í nótt, þar sem talað er um hið andlýðræðislega frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. Þar segir meðal annars: „Nú skilja Píratar mætavel að óþægilegt geti verið að hafa Pétur Gunnarsson [rithöfund] og Láru Hönnu [Einarsdóttur bloggara] í, annars pólitískri stjórn RÚV. Þessi aðgerð er þó grímulausari en nokkrum gat dottið í hug og þingflokkurinn fordæmir þessi klækjabrögð. Í gær var látið að því liggja að það væri til betrumbóta á frumvarpinu, að fjölga í stjórninni og gera hana þverpólitískari. Hið sanna hefur hins vegar komið í ljós. Stjórnin fær þó plús í kladdann fyrir grímuleysið. Pólitísk klækjabrögð um stjórn RÚV njóta þá allavega gagnsæis.“ Að endingu fór það svo, í atkvæðagreiðslu, að fulltrúar minnihlutans eru fjórir og stjórnarliða fimm. Var þá Pírötum létt og sendu frá sér aðra yfirlýsingu þar sem segir meðal annars: „Þau óvæntu og gleðilegu tíðindi urðu í leynilegri atkvæðagreiðslu um stjórn RÚV að atkvæðin féllu með lýðræðinu. Píratar þakka þeim hugrakka stjórnarþingmanni sem greiddi atkvæði með lýðræðinu og tryggði að þessi nýja stjórn væri ekki með óeðlilega hátt hlutfall fulltrúa ríkisstjórnarinnar.” Þeir sem kosnir voru aðalmenn í stjórn RÚV eru Guðrún Nordal, Magnús Stefánsson, Magnús Geir Þórðarson, ÚIfhildur Rögnvaldsdóttir, Ingvi Hrafn Óskarsson, Margrét Frímannsdóttir, Björg Eva Erlendsdóttir, Sigurður Björn Blöndal og Pétur Gunnarsson.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira