Íslenski boltinn

Ásgeir Börkur á leiðinni heim í Fylki

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ásgeir Börkur Ásgeirsson í leik með Fylki
Ásgeir Börkur Ásgeirsson í leik með Fylki Mynd / Vilhelm
Knattspyrnumaðurnn Ásgeir Börkur Ásgeirsson er líklega á leiðinni til uppeldisfélagsins Fylkis þegar félagsskiptaglugginn opnar þann 15. júlí. Þetta staðfesti Ásgeir í samtali við vefsíðuna 433.is fyrr í dag.

Leikmaðurinn hefur verið á láni hjá Sarpsborg 08 í Noregi og þótt standa sig nokkuð vel. Norski klúbburinn mun ekki hafa efni á því að kaupa Ásgeir Börk og því mun hann vera á leiðinni heim.

Fylkir er næstneðsta sæti deildarinnar með þrjú stig og þurfa svo sannarlega á öllum þeim liðsstyrk sem mögulegt er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×